Auðlindir ríkisins – Auðlindir þjóðarinnar

Nú í aðdraganda stjórnlagaþings er rætt mikið um hvernig tryggja megi að auðlindir Íslands verði um alla framtíð sameign allra landsmanna, þær verði nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi og þjóðin öll komi til með að njóta afraksturs þeirra. Á sama tíma keppast löglærðir menn við að segja okkur að „þjóðareign“ tilgreind í stjórnarskrá eða í lagagrein hafi EKKERT lagagildi.

Okkur er því vandi á höndum. Stjórnarskráin er og á að vera samfélagssáttmáli. Í hana eigum við að skrá það sem við erum sammála um, á skýru og skiljanlegu máli. En í hana má heldur ekki vanta það sem skiptir okkur miklu máli, en við erum ef til vill ekki öll sammála um.

Ég er þeirrar skoðunar að allar auðlindir Íslands (ríkisins) eigi vera sameign allra landsmanna.  Hvernig sem það verður orðað í nýrri stjórnarskrá, verður það að vera skýrt og óumdeilanlegt. Þjóðin í heild á að njóta arðs af auðlindum landsins, en ekki aðeins nokkrir útvaldir gæðingar. Það skortir jöfuð í okkar samfélag.

Með þessu er ég ekki að tala fyrir ríkisrekstri. Ég tel einkarekstur miklu vænlegri til atvinnureksturs. Ég vil heldur ekki ganga á rétt bænda, sem hafa jafnvel setið sömu jörð mann fram af manni og tryggt þjóðinni fæðuöryggi. En ég vil samt ekki að eignarhald þeirra leiði til þess að helstu uppsprettur hreins og ómengaðs vatns, sem ef til vill verður okkar stærsta auðlind í  framtíðinn, lendi á fárra manna höndum auðkýfinga. Þarna verður að finna einhvern sanngjarnan og skýran milliveg.

Við höfum sára reynsu af því hvernig auðlindum okkar hefur verið ráðstafað með stundargróða sjónarmið að leiðarljósi á liðnum árum. Sjávarþorpin og bæjirnir allt í kring um landið byggðust á afrakstri fiskimiða sem stutt var að sækja til. Allur réttur til fiskveiða hefur nú safnast saman á fárra manna hendur. Fiskverkunarhúsin standa mannlaus og fókið er atvinnulaust. Að heimila framsal fiskveiðkvótans er að mínu viti einhver mesta skyssa sem gerð hefur verið í íslenskri stjórnsýslu. Í sjálfu sér var ef til vill ekkert óeðlilegt að fiskveiðréttindum yrði deilt niður á þá sem stundað höfðu fiskveiðar fyrir þann tíma sem fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á. En það átti aldrei að veita þeim heimild til framsals eða veðsetningar á þeirri þjóðareign sem þeim var veitt heimild til að nýta.

Annað nýlegt dæmi um að misfarið sé með sameiginlega auðlind þjóðarinnar er mál HS orku og Magma Energy.

Er þetta það sem við viljum?  - Ég segi nei,  nú er mál að linni.

Ég býð mig fram til setu á stjórnlagaþingi, meðal annars til að standa vörð um þessa hagsmuni þjóðarinnar. Lesandi góður ég bið þig að veita mér brautargengi til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hans Sigurðsson

Höfundur

Eiríkur Hans Sigurðsson
Eiríkur Hans Sigurðsson
Áhugamaður um umferðaröryggi, útivist, sjósund, mótorhjól og þjóðmál almennt.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eiríkur Hans
  • Eirikur Hans
  • Úti í náttúrunni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband