Er nauðsynlegt að leiðtogar og yfirstjórnendur séu sérfræðingar?

Ég var að horfa á Kastljós þátt Ríkissjónvarpsins áðan. Brynja Þorgeirsdóttir var að ræða við Jón Gnarr borgarstjóra. Mér finnst sjálfsagt í svona þætti að spurt sé ákveðið og jafnvel svolítið beitt, en mér þykir miður að upplifa að spyrillinn geri sig sekan um að tala niður til og  reyna að gera lítið úr viðmælanda sínum. Þannig upplifði ég þann ágæta fréttamann  Brynju Þorgeirsdóttur því miður í kvöld. Eitt af því sem hún gekk hart fram með var að Jón, sem borgarstjóri ætti að vera sérfróður um þá málaflokka sem undir hann heyrðu. Hann á t.d. að vera efnahagssérfræðingur í borgarmálefnum, hann á að vera sérfræðingur í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og svo framvegis. Okkur getur greint á um þetta. En ég tek undir með Jóni Gnarr, það er ekki á eins manns færi að vera sérfræðingur á öllum sviðum. En stjórnandi sem ekki býr yfir sérfræðiþekkingunni á þá að sækja hana til þess eða þeirra sem yfir henni búa og hann treystir. Mér fannst Jón Gnarr komast vel frá þessum þætti. Hann var hreinn og beinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur.

Nýverið voru gerðar viðamiklar breytingar á ráðuneytum ríkisins. Stór ráðuneyti voru sameinuð. Tökum nú dæmi: Ögmundur Jónasson tók  2. september s.l. við ráðherraembætti Dómsmála- og mannréttinda- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.  Ætti hann að vera sérfræðingur á öllum þessum sviðum. Er það í mannlegu valdi einhvers?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það væri sem mér finnist mikilvægustu styrkleikar hjá háttsettum stjórnendum og leiðtogum. Og ég kemst ávalt að sömu niðurstöðu. Það er manngildið. Dómsmálaráðherra þarf hvorki að vera lögfræðingur eða lögfræðiprófessor, þó að það myndi auðvita ekki skemma fyrir. Það er manngildi þessa einstaklings sem mestu skiptir. Hann þarf fyrst og fremst  að vera greindur, vel gerður, heiðarlegur og heiðvirður einstaklingur, fullur af áhuga til þess að gegna starfi sínu af trúmennsku með hag allrar þjóðarinnar að leiðarljósi. Sérfræðiþekkinguna getur hann og á að sækja til þeirra sem yfir henni búa og hann treystir hverju sinni.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála flott færsla.

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hans Sigurðsson

Höfundur

Eiríkur Hans Sigurðsson
Eiríkur Hans Sigurðsson
Áhugamaður um umferðaröryggi, útivist, sjósund, mótorhjól og þjóðmál almennt.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Eiríkur Hans
  • Eirikur Hans
  • Úti í náttúrunni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband