Hver er munurinn á að aka ölvaður og valda slysi í umferðinni eða að sofa undir stýri þjóðarskútunnar og sigla henni í strand?

Ég er orðlaus yfir þeirri afstöðu sem upp er kominn hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, að ekki sé rétt að ákæra fyrrverandi ráðherra, sem sátu undir stýri Íslensku þjóðarskútunnar þegar henni var siglt í strand haustið 2008. Það efast enginn um réttmæti þess að rétta yfir ökumanni sem vegna ölvunar eða vítaverðs gáleysis veldur alvarlegu slysi. Það sama á við um skipstjórnarmenn og flugmenn. Hvers vegna í ósköpunum má ekki rétta yfir þessu fólki? Mín skoðun er sú að fyrir viðkomandi fyrrverandi ráðherra sé betri kostur að fara fyrir Landsdóm og fá þar faglega meðferð, dóm eða sýknun, en að sitja undir því það sem eftir er ævinnar að vera talin bera ábyrgð á því að hafa siglt þjóðarskútunni sofandi að feigðarósi. Það er krafa almennings í þessu landi að rannsókn leiði til niðurstöðu um hvers vegna fór sem fór og hverjir séu ábyrgir fyrri því. Þessi niðurstaða þarf að verða yfir alla gagnrýni hafin.
mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hans Sigurðsson

Höfundur

Eiríkur Hans Sigurðsson
Eiríkur Hans Sigurðsson
Áhugamaður um umferðaröryggi, útivist, sjósund, mótorhjól og þjóðmál almennt.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eiríkur Hans
  • Eirikur Hans
  • Úti í náttúrunni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband