5.4.2016 | 13:58
Er nú ekki tímabært að Þingflokkur Framskóknarflokksins lýsi vantrausti á forsætisráðherra?
Stundum upplifum við það í umferðinni að það sé eins og sumir öku- eða hjólreiðamenn telji að umferðarreglur og lög gildi einungis fyrir aðra en þá. Því miður er ég að upplifa Sigmund Davíð Gunnlaugsson í áþekkri stöðu. Þegar við tökum að okkur ákveðið hlutverk, verðum við að hlýða þeim reglum sem um þau gilda. Forustumenn þjóðarinnar verða vera hluti sinnar þjóðar, og deila með henni í sínu lífi og starfi. Ég hafði að vísu samúð með Sigmundi Davíð þegar Jóhannes Kr. leiddi hann lymskulega í gildru. En sannleikurinn er alltaf sagna bestur, jafnvel þó hann geti verið býsna erfiður þegar við höfum misstigið okkur á einhvern hátt. En það er heiðarleiki og sannsögli sem þarf að vera staðfesta manna sem taka að sér leiðtogahlutverk þjóðar. Ef Sigmundur Davíð hefði játað á sig mistök og beðist afsökunar af einlægni, væri hann ekki í þeirri stöðu sem hann er í nú. Hann hefur gert marga góða hluti sem hann á sannarlega skilið þakklæti fyrir, en nú er komið að leiðarlokum. Ég tel að Þingflokkur Framsóknarflokksins geti ekki dregið lengur að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherra, sem virðist alls ekki skilja stöðuna.
Veitti ekki heimild til þingrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eiríkur Hans Sigurðsson
Færsluflokkar
Tenglar
Ökukennsla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.