27.7.2011 | 12:43
Hörmuleg mistök.
Það er afar mikilvægt að við lærum af þessum mistökum. Hver veit nema áþekk staða geti hugsanlega komið upp hér á landi.
Lögregla trúði honum ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eiríkur Hans Sigurðsson
Færsluflokkar
Tenglar
Ökukennsla
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mun allavega hugsa mig tvisvar um áður en ég sendi börnin mín í sumarbúðir hjá einhverri stjórnmálahreyfingu.
Hverskonar fyrirbæri er það annars, að halda pólitískar sumarbúðir fyrir ósjálfráða krakka sem hafa ekki einu sinni kosningarétt?
Ég vona að enginn taki það þversum og það hefur ekkert með fjöldamorðin að gera, en mér finnst eitthvað óeðlilegt við slíka samkomu.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2011 kl. 13:35
Guðmundur þetta er afar osmekklegt komment hjá þér og minnir á komment ruglaða kanans sem likti þessum sumarbúðum við hitlersæskuna.
Það er EKKERT óeðlilegt við það að stjórnmálaflokkar reki ungliðasamtök og þar af leiðandi sumarbúðir. Ég veit ekki betur en að allir flokkar hér á landi séu með einhverjar "ungadeildir" fólks sem samanstanda af fólki sem er ekki með kosningarétt. Ég var orðinn mjög pólitískur rétt upp úr fermingu og veit að svo er um marga unglinga. Betra að þau finni sinn farveg i þessu heldur en í áfengi og dópi eins og er því miður allt of algengt. - Bendir bara til þess að þessir krakkar séu farnir að hugsa og hafi áhuga á samfélagsmálum sem er besta mál og EKKERT óeðlilegt við það.
Óskar, 27.7.2011 kl. 18:54
Er þetta ekki áratuga ef ekki hundrað ára hefð hjá þeim þarna úti sem hefur reynst vel. Ég get hinsvegar alveg verið sammála Guðmundi að ég veit ekki alveg hvað 10 ára krakkar eru að gera í "pólitískum sumarbúðum". Held nú reyndar að þetta snúist nú minnst um pólitík, meira um leik og skemmtun. Ég geri samt ráð fyrir að "flokkurinn " sé nú samt mærður í einhverum ræðum þarna, allavega ekki rægður. Ég er nú ekki vel að mér í sögunni en var ekki í hitlersæskunni um pólitíska innrætingu á gyðingahatri að ræða? Ef við berum þetta saman er annars vegar frekar geðþekk pólitík og hinsvegar hræðileg pólitík. Annarsvegar 5-10% pólitík og 90-95% leikur og skemmtun. Hinnsvegar 90-95% pólitík og 5-10% leikur og skemmtun. Annað hið besta mál en hitt alger hneisa, en hvar eru mörkin?
Ég geri ekki ráð fyrir að þú sért sammála þessum bollaleggingum hjá mér Óskar enda er ég kanski á algerum villigötum með þetta því ég þekki hvorug samtökin. Hvernig sérð þú fyrir þér munin á þessu, annan en þann að þarna sé himin og haf á milli.
Er þetta ekki það sem Reykjavíkurborg vill banna kirkjunni að gera hér eða kannski réttara að segja að kynna í skólum. Mér hugnast nú samt einhvernvegin betur að kirkjan sjái um svona sumarbúðir en pólitískir flokkar. Hvenær fara þeir yfir mörkin í pólitískri innrætingu?
Landfari, 27.7.2011 kl. 22:44
Viðbjóður sama hvað hver segir!
Sigurður Haraldsson, 28.7.2011 kl. 00:08
Óskar: þetta er afar osmekklegt komment
Þú gerðir nákvæmlega eins og ég frábað mér og tókst meiningu mína þversum. Í þínu tilviki kemur það þó alls ekki á óvart, miðað við önnur skrif.
Stjórnmál eiga það sameiginlegt með drykkjuskap og kynlífi að vera varasöm og sóðaleg. Allt þrennt er af þessum sökum óæskilegt fyrir börn.
Ég á sjálfur þrjú börn og myndi aldrei gera neinu þeirra þá svívirðu að senda það í heilaþvottabúðir hjá einhverjum stjórnmálaflokki.
Síst af öllu nú þegar slíkar búðir eru orðnar skotmörk hryðjuverkamanna og fjöldamorðingja.
Aðrir mega vera ósammála og senda sín börn á slíkan stað mín vegna, það er þá þeirra mál.
Óskar: Ég veit ekki betur en að allir flokkar hér á landi séu með einhverjar "ungadeildir" fólks sem samanstanda af fólki sem er ekki með kosningarétt.
Það sýnir öðru fremur hversu lítið þú veist um stjórnmálaflokka hér á landi. Ég þekki að minnsta kosti fimm sem hafa engar slíkar deildir.
Landfari: Hitler-Jugend var reyndar eins og sambland af íþrótta- og skátahreyfingu þar sem krakkar fengu líkamsþjálfun, lærðu að hylla fánann og hlýða foringjanum. Ég tek það fram að börnin mín eru bæði í íþróttum og skátum og ég ber mikla virðingu fyrir því góða starfi sem þar er unnið í uppbyggilegum tilgangi. Ég vona samt að enginn misskilji þessa líkingu, fyrir utan Óskar sem á vafalaust eftir að komast að þeirri niðurstöðu að ég sé að jafna ungmennastarfi við þjóðernissósíalisma.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 05:11
Takk fyrir upplýsingarnar Guðmundur.
Landfari, 29.7.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.